Ávarp forstjóra
Árni Stefánsson
Húsasmiðjan hefur skýr markmið í átt til sjálfbærrar þróunar og leitar leiða til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið sem og að minnka neikvæð áhrif á umhverfið á meðan efnahagslegum þáttum er mætt. Við leitum stöðugt að nýjum lausnum sem hafa minni umhverfisáhrif og var margt lagt til í þá átt árið 2023. Ábyrgð seljenda byggingarefna er mikil og það er hröð þróun á markaðnum varðandi nýjungar í byggingarefnum.
Húsasmiðjan er nú formlega vottaður söluaðili FSC og PEFC vottaðs timburs, fyrst byggingavörukeðja á Íslandi. Um ræðir alþjóðleg vottunarkerfi sem tryggja sjálfbærni og rekjanleika timburs en vottað timbur er skilyrði í flestar vistvænar byggingaframkvæmdir. Þessar vottanir tryggja að timbrið komi úr sjálfbærum skógum sem er viðhaldið með plöntun fleiri trjáa en eru felld. Þau vernda líf og vistkerfi skóga sem og samfélagsins í heild.
Keppst er við að minnka kolefnisfótspor fyrirtækisins með því að minnka sóun á öllum sviðum rekstursins hvort sem um ræðir að draga úr eldsneytisnotkun farartækja, rafmagnsnotkun eða fullnýtingu á byggingarefnum. Stór liður í því var að fá fyrsta rafkranabílinn afhentann sl. vor, hann er meðal fyrstu sinnar tegundar í heimi þar sem kraninn gengur einnig fyrir rafmagni og styður við losunarlausa byggingarstaði.
Kranabílar þurfa almennt að vera í lausagangi þegar glussakranar eru notaðir en rafkraninn kemur í veg fyrir staðbundna mengun og er ekki heilsuspillandi fyrir þá sem vinna á verkstað. Rafkranabíllinn hefur verið vinsæll kostur í vistvæn verkefni þar sem kolefnissporið er reiknað í lífsferilsgreiningu bygginga ásamt því að hann nýtist vel í aðra vörudreifingu.
Keppst er við að minnka kolefnisfótspor fyrirtækisins með því að minnka sóun á öllum sviðum rekstursins hvort sem um ræðir að draga úr eldsneytisnotkun faratækja, rafmagnsnotkun eða fullnýtingu á byggingarefnum.
Húsasmiðjan stuðlar að hringrásarhagkerfi á byggingarefnum þar sem efni sem áður féllu til sem úrgangur og fóru í urðun hafa öðlast nýtt líf í endurnýtingu og endurvinnslu. Sem dæmi skilar Húsasmiðjan frauðplasti til endurnýtingar sem er nýtt til einangrunar í mannvirkjum og litaðrar plastfilmu sem fer í framleiðslu á öðrum vörum. Ferlar í fullnýtingu efna hafa verið settir fram á öllum starfsstöðvum sem og ábyrgari úrgangsferlar eins og endurvinnsla hérlendis.
Sem dæmi þá er endurvinnsla á plasti hér á landi talin hafa 82% minni loftslagsáhrif en þegar það er sent út til Evrópu í endurvinnslu. Með markvissum aðgerðum var samdráttur upp á 67 tonn af úrgangi á einu ári og bestun ferla er að sjálfsögðu áframhaldandi.
Fyrirtækið er sífellt að bæta aðgengi viðskiptavina með nýrri upplýsingatækni sem veitir þeim yfirlit yfir þær byggingavörur sem þeir hafa keypt yfir ákveðið tímabil eða eru merktar ákveðnu verki. Þá geta viðskiptavinir verið með greinargott yfirlit yfir sín reikningsviðskipti, séð umhverfisvottanir vara ásamt því að hlaða til sín þeim vottunar- og fylgiskjölum sem þeim fylgja. Í nóvember opnaði Húsasmiðjan glæsilega nýjun verslun við Larsenstræti á Selfossi sem jafnframt hýsir útibú Blómavals og Ískraft. Nýja byggingin er mun hagkvæmari í rekstri en fyrrverandi verslun og nútímaleg lýsing og hússtýringarkerfi tryggja umhverfislegan rekstrarávinning. Einnig opnaði Ískraft nýja glæsilega starfsstöð á Höfðabakka í Reykjavík en allt húsnæðið var nýuppgert og sérsniðið að þörfum Ískraft.
Húsasmiðjan finnur fyrir sífellt auknum almennum áhuga á sjálfbærnimálum sem er mjög jákvætt. Þetta er víðfemt og mikilvægt málefni, þar sem allir eiga rétt á heilnæmu og góðu húsnæði sem styður við góð lífsgæði. Við hjá Húsasmiðjunni munum sem fyrri ár halda markvisst áfram að þróa vöruframboð okkar, bæta verkferla til minnkunar sóunar og fræða starfsfólk og viðskiptavini okkar um nýjungar sem stuðla að aukinni sjálfbærni. Nýjar reglugerðir sem lúta að sjálfbærni munu hjálpa íslenskum fyrirtækjum að taka næstu skref til bjartrar framtíðar. Í breytingunum leynast tækifærin.